Banoffee baka

Þessi æðisgengna veisla er frá Eldhússystrum. Það er bara eitthvað sem mér finnst ægilega girnilegt, bananar og karamella.

 

Mig er lengi búið að langa til að prófa að gera Banoffee Pie (fannst voða sniðugt þegar ég fattaði seint og um síðir (eða ok maðurinn minn sagði mér) að Banoffee er samsett úr orðunum banani og toffee…) og ég skil eiginlega ekki af hverju þetta tók mig svona langan tíma – þetta er sennilega eitthvað það einfaldasta sem ég hef gert á mínum bakstursferli (svona álíka flókið og margengsbolludraumur – semsagt ekkert flókið!) og alveg ótrúlega ljúffengt🙂

Allavega, í pajið þarf svokallaða condensed mjólk en hún fæst að mér skilst helst í asískum búðum, Hagkaup og Kosti. Best og einfaldast er að kaupa caramelized mjólk en þá er búið að sjóða mjólkina niður fyrir ykkur, en ég veit ekki hvort það fæst á Íslandi. Condensed mjólk þarf að sjóða niður í 2 – 3 tíma til að úr henni verði karamella sem kallast dulche de leche. Fyrir utan þetta skref (sem er mjög einfalt en tekur auðvitað talsverðan tíma) þá er pajið eins einfalt og hugsast getur!

Innihald:
  • 1 dós condensed milk (eða 1 dós karamelliseruð mjólk)
  • 20 digestive kexkökur
  • 150 gr bráðið smjör
  • 3 – 4 bananar
  • 2 dl rjómi
  • Súkkulaði til skreytingar
Leiðbeiningar:
  1. Setjið dósina með condensed mjólkinni í pott og fyllið með vatni svo það fljóti alveg yfir dósina. Látið suðuna koma upp og látið sjóða í 2,5 – 3 tíma, passið upp á að vatnið þeki dósina allan tímann. Takið dósina upp úr og opnið, mjólkin á að vera orðin að karamellu. Það má líka einfalda málið og kaupa karamellíseraða mjólk (dulche de leche) ef þið finnið hana – þá þarft ekki að vasast í suðu og slíku.
  2. Stillið ofninn á 175 gr. Myljið kexið og blandið saman við smjörið. Setjið mulninginn í pajform og bakið í ca. 10 mínútur. Takið út og látið kólna.
  3. Hellið karamellíseruðu mjólkinni yfir bökubotninn. Skerið bananana í sneiðar og dreifið yfir karamelluna. Þeytið rjómann og dreifið yfir bökuna og skreytið að lokum með súkkulaðiflögum.

Endilega smellið á like á Facebook síðu systrana

SHARE