Bara búið að eyðileggja líf þessara góðu drengja sem nauðguðu stúlkunni

CNN flutti fréttirnar að nauðgararnir í  Steubenville hefðu verið fundnir sekir í nauðgunarmálinu og þar var það harmað að nú skuli vera búið að eyðileggja líf nauðgararanna með því að vera að dæma þá seka, drengina sem voru svo frábærir ungir menn. Ekki var miklu púðri eytt í að tala um að stúlkan sem er bara 16 ára verði hér eftir að lifa við það sem þeir gerðu henni.

Dómarinn, Thomas Lipps kvað upp þann dóm á sunnudaginn var að Trent Mays og Ma’lik Richmond yrðu dæmdir til þyngstu refsingar fyrir að nauðga 16 ára meðvitundarlausri stúlku. Hægt verður að leysa Ma’lik úr betrunarvist fyrir unglinga þegar hann verður 21 árs en Trent verður í fangelsinu þar til hann er 24 ára.

Fréttamaður CNN,  Candy Crowley sýndi myndbrot úr réttarsalnum þegar dómarinn kvað upp dóminn og sagði að augnablikið hafi verið mjög tilfinningaþrungið.  Hún hélt áfram og sagði að það hafi verið ótrúlega erfitt að horfa upp á það að þessir tveir ungu menn sem áttu svo glæsilega framtíð fyrir sér, hafi verið stjörnur á boltavellinu og mjög góðir nemendur sáu líf sitt verða hreinlega að engu.

“Annar ungu mannanna, Ma’lik Richmond, féll alveg saman þegar hann heyrði dóminn” sagði fréttamaðurinn og svo bætti hann við að líf sitt væri farið í vaskinn, nú myndi enginn vilja sig.

„Ég sat rétt hjá honum þegar hann sagði þetta,“ sagði fréttamaðurinn og það var erfitt að verða vitni að þessu.

Lagaskýrandi CNN var spurður hvaða áhrif dómurinn myndi hafa á piltana. Hann svaraði því til að þar komi yfirleitt sögu að menn verði að taka afleiðingum gerða sinna.  Alvarlegast fyrir þá væri að nú að samkvæmt lagabókstaf Ohio ríkis væru þeir um allan aldur með þann dóm á sér að þeir væru kynferðisafbrotamenn. Við það verða þeir að lifa það sem þeir eiga ólifað.
Hvaða fréttamanni DETTUR í hug að skrifa svona?

Hér er annar drengurinn vælandi. Hann hefði kannski átt að hugsa um afleiðingar gjörða sinna þegar hann nauðgaði varnarlausri stúlku.

Tengdar greinar:
Er nauðgunargrín einhverntímann réttlætanlegt?
Umfjöllun um Steubenville málið

Heimildir: rawstory.com, inagist.com, latimes.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here