Barbie leigir út húsið sitt

Hún Barbie okkar er nú að leigja út húsið sitt á Malibu á Airb’n’b. Húsið eða villan öllu heldur er í hjarta Malibu og ef þú vilt fara í öðruvísi frí er um að gera að leigja þetta stóra hús. Gæti verið svolítið óhefðbundið og skemmtilegt.

Sjá einnig: Barbíkonan er að safna fyrir lýtaaðgerðum dóttur sinnar

Það er reyndar ekki auðvelt að fá húsið leigt en það verður bara í leigu frá 27. – 29. október næstkomandi. Bókunin verður opin þann 23. október kl 11 og sá sem nær að bóka fær húsið í 2 nætur og hver nótt kostar 60 dollara. Þessi skemmtilegheit eru vegna 60 ára afmælis Barbie um þessar mundir.

SHARE