Barnabarn Þórhildar tók sitt eigið líf aðeins 15 ára gamall

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir birti átakanlega færslu á Facebook í gær, þar sem hún minnist barnabarns síns sem tók sitt eigið líf fyrir 3 árum síðan.

Í færslunni segir hún meðal annars að það sé hennar trú að hann hafi í raun dáið vegna ADHD.

„Fyrir þremur árum, í lok 9. bekkjar, þá fimmtán ára dó hann í sjálfsvígi. Annar af skelfilegustu dögum lífs míns. Í raun gæti ég trúlega sagt að hann dó úr ADHD en því fylgir nefnilega 30% hærri tíðni á tilvikum sem tengjast sjálfsvígum.“

Hér má sjá færsluna hennar en við fengum leyfi til að birta þetta hérna:

SHARE