Barnaboxið: yfirgefin börn öðlast trú, von og ást að nýju – Myndband

Í Seoul í Suður Kóreu eru hundruðir barna yfirgefin á hverju ári og skilin eftir á götunni.
Börn þessara barna eru andlega eða líkamlega fötluð.
Í desember árið 2009 ákváðu presturinn Lee Jong og kona hans að gera eitthvað í málunum og smíðaði Lee því “barnaboxið”, sem er eins og nafnið gefur til kynna box þar sem að hægt er að skilja börnin eftir. Boxið er byggt inn í húsvegg heimilis Lee og það er opið allan sólarhringinn, fyrir ofan það er skilti þar sem stendur einfaldlega “Staður til að skilja eftir börn”. Inni í boxinu eru teppi og handklæði og boxið er upphitað. Um leið og boxið er notað hringir bjalla inn í húsinu sem tilkynnir Lee, konu hans og starfsfólki að óæskilegt barn hafi verið skilið eftir. Á heimili Lee eignast börnin fjölskyldu, ást og von á betra lífi. Barnaboxið og framtak Lee og starfsfólk hefur að mestu farið fram án athygli stjórnvalda og almennings, en þar sem að börnunum fjölgar stöðugt sem skilin eru eftir í barnaboxinu, er fólk farið að veita framtaki þeirra athygli.

Hér má sjá stiklu myndarinnar The Drop box sem hinn 22 ára gamli Brian Ivie gerði um Lee Jong og barnaboxið.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”GIsjy2s2nLY”]

 

 

SHARE