Barnalögin – Breytingar til batnaðar ?

Áhrif nýsamþykktra breytinga á barnalögum.

Fyrsta málþing ársins 2013 á vegum Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, verður haldið miðvikudaginn 23. janúar nk.

Breytingar á barnalögunum, nr. 27/2003, hafa verið töluvert í umræðunni í samfélaginu undanfarin ár.
Í desember 2008 var skipuð nefnd af ráðherra til að fara yfir reglur barnalaga um forsjá barna, búsetu og umgengni. Þó nokkrar breytingatillögur voru lagðar fram á gildandi lögum og eftir meðferð á þingi voru breytingalögin samþykkt 25. júní 2012 og áttu að taka gildi 1. Janúar 2013.

Helstu breytingarnar felast m.a í því að sett hefur verið inn í lögin svokölluð dómaraheimild, sem heimilar dómurum að dæma sameiginlega forsjá sem mun leiða til þess að foreldrar geta þurft að deila forsjá gegn vilja annars. Einnig eru aðilar ýmissa ágreiningsmála skyldaðir til að undirgangast sáttarmeðferð áður en að unnt er að höfða mál eða úrskurðar krafist.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here