Undanfarið hefur verið áberandi í fjölmiðlum málefni þar sem réttur barna er hunsaður.

Bæði eru það foreldrar og barnavernd sem hafa verið til umræðu sem aðilar sem brjóta á réttindum barna.

Þar sem ég hef starfað sem fagaðili með börnum og fullorðnum hefur þetta vakið athygli mína. Ég hef unnið í samstarfi við barnavernd og þar hef ég einungis átt í góðu samstarfi ég hef líka átt í samstarfi við foreldra og mín reynsla er sú að flestir foreldrar vilja það sem börnum sínum fyrir bestu.

En því miður eru alltaf til undantekningar og  að mínu mati á það aldrei að viðgangast að brotið sé á réttindum barna.

Ég kíkti á barnasáttmálan og þar er alveg skýrt að börn eru hópur sem á að njóta sérstakrar verndar umfram þeirra fullorðnu og börn hafa rödd, sem þýðir að okkur ber að hlusta á óskir barna.

Hagsmunir barna skulu ávalt vera í fyrirrúmi og koma á undan hagsmunum fullorðina.

ég set hér link inn á umboðsmann barna og hvet alla til að kynna sér þennan sáttmála, hvort sem þú ert fagaðili eða foreldri.

Jafnframt á að fræða börn um barnasáttmálan og þau réttindi sem börn hafa, kenna þeim að hafa rödd.

https://www.barn.is/barnasattmalinn/kynning-a-barnasattmalanum/

Barnasáttmálin er settur fram í máli og myndum hjá umboðsmanni barna og því auðvelt að fræða börn um sín réttindi.

Sjá einnig:Magaverkir barna eru oft kvíði

 

Því miður er alltof algengt að foreldrar barna verði ósætt eftir slit á samvistum og/eða þegar nýr maki kemur til sögunar og þessi ósætti bitna því miður oft á börnunum sem verða fyrir mikilli tilfinningalegri vanlíðan vegna hegðunar foreldra.

SHARE