Barnastjarna vistuð á geðdeild enn á ný

Amanda Bynes (37) hefur verið lögð inn á geðdeild í gær í annað sinn á þessu ári. Um helgina var Nickelodeon stjarnan handtekin af lögreglu og færð í gæsluvarðhald vegna geðheilbrigðismats – sem hún virðist hafa fallið á, samkvæmt TMZ.

Miðillinn sagði frá því að Amanda hafi sjálf hringt á lögregluna til að fá hjálp. Það hafi verið metið sem svo að hún væri hættulega sjálfri sér og þeim sem í kringum hana eru. Hún var því nauðungarvistuð á geðdeild þar sem hún verður í 72 klukkustundir.

SHARE