Ber að ofan á bumbumynd

Adam Levine er að verða pabbi og er vitaskuld mjög spenntur yfir komandi hlutverki. Hann birti mynd af konu sinni, súpermódelinu Behati Prinsloo, á Instagram á mánudagskvöldið. Myndin sýnir Behati þar sem hún er ber að ofan, heldur um brjóstin með höndunum og hárið allt greitt til hliðar.

Screen Shot 2016-06-20 at 10.17.05 AM

Adam hefur reglulega birt myndir af konu sinni alla meðgönguna og er greinilega mjög ánægður með sína fallegu konu. Barnið þeirra er talið vera væntanlegt í júlí eða ágúst en þau hafa ekki gefið það út hvenær Behati er sett.  

 

Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans

SHARE