Berskjöldun, uppgjöf og andagift á nýju plötu Láru

Lára Rúnars gefur út sína sjöundu breiðskífu sem ber titilinn 7. Platan kemur út 7.7. & á henni eru 10 frumsamin lög & textar. Lára Rúnars hefur ferðast út um allan heim með tónlistina sína en eins & öðru tónlistarfólki gafst henni góður tími í faraldrinum til þess að hvíla, skapa & búa til. Útkoman er platan 7. 

„Sjöunda platan mín, gefin út 7.7. – þannig að já 7an er happatalan mín & númerið á treyjunni minni þegar ég spilaði körfubolta í tólf ár. – eða þangað til ég fór að búa til tónlist & ekkert annað komst að,“ segir Lára.

Platan er unnin í samstarfi við Arnar Guðjónsson fjöl hljóðfæraleikara & útsetjara. Hann spilar á öll hljóðfærin nema á kassagítar, píanó & raddir sem Lára tekur & svo trommur sem maðurinn hennar, Arnar Gíslason, spilaði í nokkrum lögum.  

„Þetta var langt ferli, við byrjuðum vorið 2020. Tókum upp grunn að lagi sem ég hafði nýlokið við að semja, þá gítar eða pno & söng. Eitt lag á viku & tókum okkur góðan tíma í það. Síðan hittumst við 4-6 tíma á viku & lögðum eitthvað ofan á grunnana. Tókum okkur góðan tíma í það.“

„Svo bara allt í einu er platan tilbúin. Þetta ferli sem tekur við núna, að kynna & deila verkunum með öðrum er fyrir mér mest krefjandi í ferlinu. Berskjöldunar-Þynnka er það víst kallað en ég er mjög heiðarleg á þessari plötu.“

Lög plötunnar eru: 

1.       Andblær sem fjallar um andagiftina, innblásturinn & aðdáunina gagnvart því sem hreyfir við manni, því sem er einlægt, hrátt & fallegt. Andblærinn sem fangar mann.  Að verða hugfanginn, ástfanginn & síðan hugmyndin sem kemur í kjölfarið, um að maður þurfi að eignast það & að það þurfi að endast að eilífu. Að andblærinn megi ekki skilja við mann, hverfa. En ekkert endist að eilífu. 

2.       Landamæri, dúett með manninum mínum Arnari Gíslasyni sem er þekktastur sem trommuleikari. Viðlagið finnst mér mjög fallegt, ég hef grátið milljón tárum & ég græt allan himininn – (sem snýr að vanmætti mínum yfir raunum heimsins – samið á tímum covid) & ég hef skapað á milljón árum, landamærin umhverfis mig (sem snýr þá að mínum eigin raunum  & varnarkerfinu sem myndast í kjölfarið í formi Landamæra & lands sem enginn fær aðgang að.  

3.       Vakin, fjallar um berskjöldun & uppgjöf þess að halda uppi vörnum og grímum. það að taka blöðkurnar frá augunum & sjá skýrar eitthvað sem hefur verið nær óbærilegt að horfa inn í, viðurkenna og sjá. Og síðan tjá það. Það þarf hugrekki til að biðja um það sem maður þarf á að halda, setja mörk & segja satt. Komandi af kynslóðum þar sem konur héldu raunum sínum út af fyrir sig & tóku orðin með sér í gröfina & Í samfélagi sem flokkar tilfinningar í góðar & slæmar,  og viðheldur þannig skömm & þöggun. Vakin vísar til þess að þegar maður er byrjaður að sjá eitthvað, er ekki hægt að ekki sjá það. 

4.       Hlustun fjallar um tengsl í öllum sínum myndum & formum. Tengsl & hlustun á innsæið, undirmeðvitundina, landið, náttúruna – æðri mátt. & töfrarnir sem búa í hinu hversdagslega, í leiknum & ímyndunaraflinu. Og að velja það að vera ekki of upptekin til þess að fylgja börnunum sínum á þann stað. Þar sem steinarnir, skeljarnar, dýrin, kóngulærnar geta talað & ekkert annað kemst að. 

5.       Leiðslur. Samið eftir draumferð þannig að það má segja að partur af textanum sé óræður – eins & draumar iðulega eru. Tilfinningin eftir þennan draum var að það sem ég minnist á í viðlaginu. Frelsið er val & ég vel það. Ég ræð viðhorfi mínu & viðbrögðum & hvað ég geri úr þessari stund. Hvers virði þessi stund er – hvers virði lífið er. Ég finn mig stundum í fórnarlambi aðstæðna & tel mig fangi þess sem ég valdi einu sinni. En frelsið er val & valið er frelsi & ég vel það. Aftur & aftur. 

6.       Vötnin fjalla um aðdáun & ótti við kraftana í landinu okkar, jörðinni okkar. & á sama tíma aðdáun & ótta við kraftana innra með mér

7.       Stofn fjallar um Nándina. Ástandið þar sem tíminn stendur í stað & manni finnst maður tilheyra í smá stund. Nándin sem við eigum við okkur sjálf & skipar stóran sess í sjálfsvirðingunni. Þegar maður iðkar það þá er auðveldara að upplifa nánd með öðrum, bæði að velja með hverjum við deilum nándinni & að mæta öðrum með skilningi & umburðarlyndi. 

8.       Draumar fjalla um einsemdina, óttann & hræðsluna við að treysta einhverjum fyrir skuggunum, myrkrinu & þeim pörtum sem er erfitt að sýna. 

9.       Bréf fjallar um uppgjör & frelsið sem kemur í kjölfar þess að segja það sem hefur legið inn við bein, innundir skinni í langan tíma. Oft býr tíminn til skrímsli úr minnstu hlutum, skömmin á þar stóran part. Sorgin sömuleiðis. En það er eitthvað ótrúlega fallegt við það að gera hlutina upp, nota orðin & vera tilbúin að sleppa algjörlega tökunum af sögunni sm maður er búinn að segja sér aftur og aftur. 

10.   Strengur fjallar um ósýnilegu strengina á milli fólks, sem  býr til sambönd, ástarsambönd, vinasambönd & vinnusambönd. Og hvernig strengirnir haldast þó landfræðileg fjarlægð sé mikil. & stundum skiljum við ekki afhverju við tengjumst sumu fólki dýpra & meira en öðrum. & fegurð tengsla án orða & gjörða. 

Auk þess að fást við tónlist rekur Lára Móa studio í Bolholti 4. Móar er vellíðunar setur & griðastaður fyrir andlega & líkamlega rækt. Staður þar sem fólki gefst færi á að staldra við, hvílast, heila & hlaða. 

SHARE