Beyonce æf af reiði út í H&M

Beyonce Knowles sem er þekkt fyrir lögulegan líkama sinn og kvenlegar línur varð brjáluð út í H&M þegar hún komst að því að myndum af henni, sem nota átti til að auglýsa fatnað þeirra, hafði verið breytt töluvert og líkami hennar minnkaður. Hún krafðist þess að það yrðu bara notaðar myndir af henni sem ekki var búið að tálga af mjöðmum hennar og handleggjum.

Heimildarmaður sagði The Sun: „Þegar Beyonce komst að því að þeir höfðu breytt myndunum af henni, varð hún mjög reið. Hún er sannkölluð díva og fannst út í hött að þetta hefði verið gert án þess að tala við hana. Hún sagðist ekki leyfa birtingu á þessum myndum nema bara þeim sem ekki var búið að breyta.“

H&M tilkynnti fyrr á þessu ári að hin 31 árs gamla söngkona yrði andlit sumarlínunnar þeirra árið 2013 og síðan þá hafa birst myndir af henni út um allan heim í bikini og strandfötum. Talsmaður þeirra viðurkennir að það hafi þurft að „semja um“ hvernig myndirnar yrðu unnar og bæði H&M og Beyonce hafi verið ánægð með útkomuna.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here