Söngkonan Beyonce hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarin misseri en talið er að hún sé ólétt af barni númer tvö með eiginmanni sínum Jay Z.
Sjá einnig: Er Beyoncé að fela óléttubumbu?
Söngkonan heldur þó ennþá vinsældum sínum en svo virðist sem ritstjóri ameríska Vogue, Anna Wintour heillist mjög af dömunni.
Beyoncé prýðir nú vinsælasta tölublað ameríska Vogue eða september útgáfu blaðsins en það þykir mikill heiður á að fá að prýða forsíðu þessa tímarits. Hvað þá september útgáfuna sem stærsta blað ársins. Sagt er að Kanye West hafi þurft að suða lengi í Önnu áður en eiginkona hans Kim Kardashian komst á forsíðuna.
Sjá einnig: Beyonce þyngdist um 26 kíló á meðgöngunni – Meira en hún bjóst við
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.