Söngkonan Beyonce fór í viðtal til Opruh Winfrey þar sem hún ræddi meðal annars móðurhlutverkið. Beyonce er alveg gullfalleg og lítur nánast alltaf óaðfinnanlega út þegar hún kemur fram. Beyonce fer ekkert leynt með það að það krefst mikillar vinnu að halda sér í góðu formi og hún segir frá því að hún hafi þyngst mun meira en hún bjóst við þegar hún gekk með dóttur sína, Blue Ivy.

Beyonce er ekkert frábrugðin öðrum konum með það að hún þyngdist líka á meðgöngunni, hún bætti á sig 26 kílóum stúlkan og talar um að það hafi verið erfiðara en hún bjóst við að ná þeim af sér.

Stúlkan þarf nú samt engar áhyggjur af því að hún líti illa út enda alltaf þrusuflott, hvort sem hún er ófrísk eður ei!

SHARE