Beyoncé kóperaði tryllingsdans tvítugrar YouTube-stjörnu við gerð 7/11

Hver man ekki eftir æðinu sem greip heimsbyggðina þegar Beyoncé gaf orðalaust út myndbandið við smellinn 7/11 seint á síðasta ári? Dansheyfingarnar sem voru algerlega út í hött og svo heimatilbúinn bragur á upptökunni þótti svo djörf ákvörðun að helstu fréttamiðlar heims loguðu í fáeina daga á eftir.

Hér má sjá myndbandið við stórsmell Beyoncé, 7/11 – en að neðan má sjá hvernig Gab útsetur sín eigin mynbönd og þá fyrst sést hversu mikil líkindi eru með tónlistarmyndböndunum – þetta er í ótrúlega fyndið þegar grannt er skoðað.

Grein heldur áfram neðan við myndband: 

Færri vita þó að Beyoncé sótti innblástur til tvítugrar YouTube stjörnu frá Filippseyjum – Gab Valenciano – sem framleiðir og gefur út fáránlega fyndin dansmyndbönd sem hann kallar SUPER SELFIE og eru aðalsmerki hans víða um heim.

Þetta er YouTube stjarnan Gab Valenciano – sem fyllti Beyoncé innblæstri fyrir 7/11:

Gab-Valenciano-in-a-selfie-mood-on-his-Instagram-page

Þetta staðfesti Gab sjálfur  viðtali við ABS-CBN News skömmu eftir útgáfu myndbandsins – en fagteymi Beyoncé hafði samband við unga manninn og beiddist leyfi fyrir því að mega nota sporin við myndband Beyoncé:

Þau sögðu bara; Í alvöru, hún sá myndböndin þín og sagði – Ég vil gera þetta, þetta langar mig virkilega tl að gera – og þannig gerðist þetta allt. Þau buðu mér að taka þátt í ferlinu og setjast niður með þeim til að ræða uppkast að handriti. Þau útskýrðu líka fyrir mér hvernig Beyoncé vinnur og hversu virk hún er í öllu ferlinu frá upphafi til enda.

Gab sagði einnig í viðtali við ABS-CBN að hann hefði fyllst auðmýkt, undrun og þakklæti þegar fagteymi Beyoncé hafði samband við hann – að sjá Beyoncé lenda á hnjánum og teygja hendur til himins hefði þó verið skemmtilegast, en Gab endar gjarna sín eigin myndbönd á þann hátt.

Já, hún gerði það meira að segja tvisvar. Það sló mig sérstaklega. Því hún gerði múvið og það gerði mér ljóst að hún virkilega, raunverulega horfði á myndböndin mín. Hún veit hvað Super Selfie er í raun og veru.

Hér má sjá sýnishorn af Super Selfie myndböndum Gab og félaga, en fleiri sýnishorn má sjá fyrir neðan:

En af hverju byrjaði Gab á YouTube myndböndunum? Sjálfur segir hann að þetta hafi verið hans leið til að takast á við óbærilega heimþrá. Gab, sem upprunalega er frá Filippseyjum, fluttist til Los Angeles fyrir nokkrum árum síðan til að ljúka námi í upptökufræðum – og þetta var útkoman:

Tengdar greinar:

Lífverðir Blue Ivy hleypa öllu í vitleysu á leikskóla stúlkunnar

Beyonce æf af reiði út í H&M

Beyonce missir brjóstin upp úr blússunni

SHARE