Beyoncé og Jay Z væntanleg til Íslands í desember

Beyoncé og Jay Z eða Carter hjónin, eins og þau vilja nefnast, eru á leið til Íslands. Þessu greinir Nútíminn frá en samkvæmt þeim heimildum er erindið að halda upp á afmæli Jay Z ásamt eiginkonu og vinum.

Þá segir Nútíminn einnig að einkaþota þeirra hjóna muni lenda á Reykjavíkurflugvelli á næstu dögum en að hjónin muni dveljast hér á landi í viku ásamt föruneyti. Lífverðir hjóna verða með í för en öryggisgæsla verður að hluta til skipuð Íslendingum auk þess sem þau munu þyggja íslenska leiðsögn meðan á ferðalagi þeirra um landið stendur.

Jay Z fagnar 45 ára afmæli sínu þann 4 desember næstkomandi, en auk afmælisveislunar segir Nûtíminn að þau hjón muni koma víða við og meðal annars fljúga yfir eldgosið í Holuhrauni. Þá muni ekki væsa um hjónakornin meðan á dvöl þeirra hérlendis standi, en þau munu meðal annars dvelja á ferðamannastaðnum The Trophy Lounge í Úthlíð.

Þá er að spenna farsímana, gott fólk og munda linsuna, því aldrei er að vita nema sjálf Beyoncé gefi færi á sjálfu með hérlendum aðdáendum í upphafi desember.

Heimild: Nûtíminn

7/11: Súrrealískt stelpupartý Beyoncé rakar upp 5 milljónum áhorfa á sólarhring!

„Hjákona“ Jay Z segir frá ÖLLU: gefur út lagið Sorry Ms. Carter

Beyonce og Jay Z fjárfesta í þessari villu

SHARE