Beyonce sýnir andlitið á dóttur sinni almennilega í fyrsta sinn – Sjáðu myndina hér

Súperstjarnan Beyonce eignaðist eins og allir vita dótturina Blue Ivy á síðasta ári. Hún hefur hingað til passað að hafa andlit dóttur sinnar hulið þar til nú, en hún kemur fram ásamt dóttur sinni í nýju heimildarmynd sinni “Life is but a dream.”

Fólk hefur lengi velt því fyrir sér hvernig dóttir Beyonce og Jay-Z liti út og nú höfum við fengið svar við því. Það birtust myndir af stúlku sem talin var vera Blue Ivy þegar hún var ungbarn en miðað við þessar myndir lítur það út fyrir að þær myndir hafi ekki verið af henni. Einhverjar myndir hafa svo birst af þeim mæðgum en aldrei hefur andlit dótturinnar sést almennilega fyrr en nú. Blue Ivy er fullkomin, með augu móður sinnar og nef og varir frá pabbanum. Hverjum finnst þér hún lík?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here