Bieber brjálaður vegna ásakana um Photoshop

Undirfataauglýsingar Calvin Klein þar sem Justin Bieber fer fyrir opnum tjöldum í fremur seiðandi stellingum hafa bókstaflega gert allt vitlaust, en ástæðan er margþættari en ætla mætti.

Þannig hefur líflátshótunum ringt yfir ofurfyrirsætuna Lara Stone, sem er þrítug að aldri og harðgift – en aðdáendaskari  Bieber brást fremur illa við því að sjá Bieber vafinn örmum súpermódels. Twitter logaði af afbrýðisemi um skeið og mátti meðal annars lesa orðin:

– I’ll kill that girl.

– hi bitch i hate u. touch justins d*** again and ill kill u im not joking.

– back off or i’ll kill you, please and thanks. no pressure 🙂

Ónefndar eru þá þær samsæriskenningar að Bieber hafi verið fótósjoppaður í bak og fyrir, en óprúttnir settu meðal annars saman GIF mynd, sem seinna meir reyndist fölsuð – sem átti að sýna líkamsstöðu drengsins fyrir og eftir galdra myndvinnsluforrita:

.

ezgif.com-resize (1)

.

Úr herbúðum Bieber ráku menn hins vegar upp vein, hófu undirbúning lögsóknar – sögðu umrætt GIF vera fantagóða fölsun og skarst meðal annars einkaþjálfari stúlknatryllisins í leikinn og sagði helbera þvælu að bungan á nærbuxum Bieber hefði verið stækkuð með myndvinnsluforritum.

Lét einkaþjálfarinn þau orð meðal annars falla að þó sennilega hljómaði það undarlega, gæti hann fullvissað heimsbyggðina um að Justin væri feikilega vel vaxinn niður:

– I can definitely confirm that he is a well-endowed guy. I sound weird saying that, but yes.

GIF myndin, sem sjá má hér að ofan, birtist upprunalega á breathheavy.com en hún hefur nú verið fjarlægð af vefnum og ekki nóg með það, heldur má einnig lesa yfirlýsingu ritstjóra þar sem segir orðrétt:

– Bieber denies the photo is real, and I respect that and will believe him.

Því er komið á hreint að óprúttnir svífast nær einskis til að klekkja á bandarískum poppstjörnum sem sitja fyrir og sýna undirfatnað í glansritum, að Bieber er afar vel vaxinn ungur maður og er að öllum líkindum tröllvaxinn neðan mittis – í það minnsta ef marka má orð einkaþjálfara drengsins.

Tengdar greinar:

Bieber hættulega sexí fyrir Calvin Klein: GIF

Stjörnurnar með lítinn eða engan farða – Myndir

Verstu „photoshop“ klúðrin á árinu 2014

SHARE