Big Girls Cry: Maddie Ziegler (12) brjálast í nýjum smelli frá SIA

Maddie Ziegler, brjálaða litla stúlkan sem gerði garðinn frægan gegnum sjónvarpsþáttinn Dance Moms – treður nú upp í þriðja myndbandinu við nýútkominn poppsmell tónlistarkonunnar SIA.

Sjá einnig: 11 ára gömul vekur athygli með sturluðum dansi í myndbandi SIA

Barnið, sem alltaf er með sömu hárkolluna í öllum myndböndum við tónlist SIA, verður stöðugt brjálaðra í hverju myndbandinu og nú spilar Maddie á tilfinningaskala taugaáfalls með andlitinu einu saman – í stað þess að stíga manísk dansspor.

anigif_enhanced-8187-1427990624-40

Áður fór Maddie með aðalhlutverkin í myndböndunum Chandelier og Elastic Heart, en að þessu sinni sýnir myndavélin nærmynd af Maddie litlu með ljósu hárkolluna þar sem hún – sem áður sagði – virðist missa vitið við poppsmellinn Big Girls Cry.

Sjá einnig: 12 ára stígur stórskrýtna búrglímu í nýju lagi Sia

Maddie hefur ófá glennusporin tekið við tónlist SIA en í þetta skiptið eru það andlitsgrettur og hljóðlaus óp sem gera barnið að eins kyns draumaveru með ljósu hárkolluna og er óhætt að segja að SIA spanni allan tilfinningaskalann með Maddie litlu, sem er aðeins 12 ára að aldri:

 

SHARE