Bílnum hans Jóns Ársæls stolið

Það var sagt frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að bílnum hans Jóns Ársæls var stolið af bílastæðinu við heimili hans í gær. Jón segist hafa farið að heimili sínu til að sækja eitthvað og skildi bílinn eftir í gangi fyrir utan. Hann segist hafa farið inn og séð þá út um gluggann að bíllinn hans var kominn á hreyfingu fyrir utan.

Bíllinn hefur ekki sést síðan og biðjum við alla að hafa augun opin og láta lögregluna vita ef sést til bílsins. Hafið í huga að það gæti verið búið að skipta um númer á bílnum. Bíllinn er Lexus jeppi, silfurgrár og með númerið er YK 847. 

„Einu sinni gat maður farið áhyggjulaus að sofa með ólæstar hurðir,“ sagði Jón Ársæll í samtali við strákana á Bylgjunni, og bætti við: „Ég vil ekki búa í svona samfélagi.“

 

SHARE