Bjart og fallegt 252 fermetra einbýlishús í Mosfellsbæ – Myndir

Þetta glæsilega 252 fermetra hús er í Mosfellsbænum í algjörri náttúruparadís með miklum trjágróðri og einstöku útsýni.

Í húsinu er flísalögð forstofa með tvöfaldri hurð inn í alrýmið sem er með mikilli lofthæð og samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi. Í stofunni er glæsilegur arinn og stórir útsýnisgluggar til vesturs.

20e43377ab2ce96cec1d1abd98196de6-469x310

Í eldhúsinu eru granít borðplötur og öll tæki eru hágæðatæki og innréttingin er sérsmíðuð.

80e3026638eaef1f4751deaed3c7f1f3-469x310

Í húsinu eru 4 svefnherbergi og er þau öll mjög rúmgóð og hjónaherbergið er með fataherbergi, sér baðherbergi og hægt er að ganga út á verönd úr herberginu þar sem heitur pottur er.

 

Aðal baðherbergið er með hornbaðkari og sturtuklefa.

23059ca0e6fd33469ebd3854054b0af4-469x310

Á öllum gólfum er rustik plankaparket úr eik og postulínsflísar á baðherbergjum og forstofu. Húsið er mjög glæsilegt í alla staði, gólfhiti, rafmagnsstýringar og allur frágangur fyrsta flokks.

Bílskúrinn með húsinu er tvöfaldur og flísalagður auk þess sem þvottahúsið flísalagt og rúmgott.

Hér getur þú séð meira um þessa fasteign.

 

SHARE