Blac Chyna heldur í Rob af örvæntingu

Rob Kardashian (29) og Blac Chyna (28) hefðu gott af því að rækta aðeins sambandið sín á milli. Þau hafa rifist mikið og Rob var núna seinast lagður inn á spítala, af því hann var farinn að fara svo illa með sig sykursýkin var farin að hrjá hann.

Sjá einnig: Rob Kardashian lagður inn á spítala

 

Blac ætlar sér að snúa við blaðinu og gera árið 2017 að betra ári fyrir þau skötuhjú. „Blac trúir því varla hvernig árið 2016 er að enda. Þetta átti að vera hamingjuríkasti tíminn í lífi hennar, Dream nýkomin í heiminn og allt átti að vera í blóma. Það hefur hinsvegar verið mikið drama, spenna og rifrildi milli hennar og Rob,“ segir heimildarmaður HollywoodLife. „Á árinu 2017 ætlar hún að rífast minna, hlusta meira og vinna í frama sínum. Hún ætlar líka að sýna Kris og systrum Rob að hún þarf ekki á þeim að halda til þess að ganga vel. Hún ætlar að elska Rob meira en nokkru sinni fyrr.“

Blac kann að hafa gert sér grein fyrir því að sjónvarpsferill hennar var að enda mjög snögglega, því Rob hafði gefið það út að hann vildi hætta tökum á sjónvarpsseríu þeirra, Rob & Chyna. Hann sagðist ekki vilja gera þessa þætti lengur því þau gerðu varla annað ein að rífast.

 

 

SHARE