Bland.is – Umræða um Arnar, Bjarka og Garðar Gunnlaugs

Við fengum send skjáskot af umræðum um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka á spjallborði Bland.is. Garðar Gunnlaugsson, bróðir þeirra blandaðist að sjálfsögðu inn í umræðuna líka og þarna var fólk að spá í “ættfræði fræga fólksins” eins og einn notandi orðaði það.

Sumir voru að velta því fyrir sér hvort að Arnar, Bjarki og Garðar væru jafnvel bara þríburar, þeir væru jú svo líkir. Notendur vildu vita hvort að bræðurnir væru á lausu og virtust einhverjir vera með það á hreinu:

Ein talar um að hún hefði farið hjá sér þegar hún sá þá bræður og annar notandi minnist á að þeir hafi líklega verið eins og í Dressman auglýsingu bræðurnir.

Þú getur nálgast þessar innihaldsríku samræður hér.

SHARE