Bogmaðurinn í sumar: “Leitandi í eðli sínu, ástríðufullur og stríðinn”

Bogmaðurinn er frjáls og leitandi í eðli sínu og er fjöllyndur að eðlisfari. Bogmanninum er afar illa við reglufestu og rútínu þegar til lengri tíma lætur. Bogmaðurinn verður auðveldlega “lostfanginn” og er uppátækjasamur, ástríðufullur, kvikur og stríðinn. Bogmaðurinn er ástfanginn af ástinni og verður afar auðveldlega ástfanginn. Bogmaðurinn lítur léttum augum á ástina og hrífst af fegurð og léttleika og lætur sér fátt um finnast þó aðlöðunin risti ekki djúpt. Bogmaðurinn elskar einfaldlega sjálfa ástina. Bogmaðurinn lætur ekki eigin tilfinningar hlaupa með sig í gönur og hefur oftar en ekki litlar áhyggjur af framtíðinni; en nýtur liðandi augnabliks því heldur og kastar sér gjarna út í iðu skemmtana og hláturs.

Kæri Bogmaður, örvar ástarinnar ferðast á ljóshraða og þær stefna allar í átt til þín! 

Einn helsti veikleiki Bogmannsins er óseðjandi eðli hans; að vilja stöðugt meira. Bogmaðurinn á erfitt með að hrista af sér þann nagandi efa að eitthvað betra gæti beðið handan við næsta horn. Þar af leiðandi reynist skuldbindingin Bogmanninum oft erfiðust alls og það er ekki nema raunveruleg ást banki að dyrum, sem Bogmaðurinn gefur undan knýjandi þörf sinni fyrir eilíft frelsi og gefur sig ástinni skilyrðislaust á vald.

Einhleypir Bogmenn baða sig upp úr ævintýrum, sjá óteljandi færi á nýjum kynnum og gott ef félagslífið fær ekki á sig nýjan og einstaklega skemmtilegan blæ.

Kæri Bogmaður, örvar ástarinnar ferðast á ljóshraða og þær stefna allar í átt til þín! Amor geigar aldrei; þú átt í vændum innileg vináttusambönd, nánari tengsl við maka og afar fallega tíma með fjölskyldu. Allt ef þú óskar sjálfur! Þeir Bogmenn sem þegar eru lofaðir fara að huga að sambúð, giftir Bogmenn gætu allt eins verið í barnahugleiðingum. Já, kæri Bogmaður, sumarið er á þínu valdi og þú átt unaðslega tíma með maka í vændum. Einhleypir Bogmenn baða sig upp úr ævintýrum, sjá óteljandi færi á nýjum kynnum og gott ef félagslífið fær ekki á sig nýjan og einstaklega skemmtilegan blæ.

 Aukin ábyrgð, dýpra traust og innilegra samstarf er allt uppi á pallborðinu hjá hinum dæmigerða Bogmanni sem fær það sem hann verðskuldar … 

Súrrandi uppsveifla er á næsta leiti í atvinnumálum hjá Bogmanninum og næg verkefni á næsta leiti. Aukin ábyrgð, dýpra traust og innilegra samstarf er allt uppi á pallborðinu hjá hinum dæmigerða Bogmanni sem fær það sem hann verðskuldar; aukna viðurkenningu á unnum störfum. Launahækkun gæti verið handan við hornið, kæri Bogmaður.

Þú átt óvænta, skemmtilega og fjölbreytilega tíma í vændum, sem ekki hvað síst skila sér í formi fjárhagslegs öryggis.

Örlaganornirnar hafa verið þér hliðhollar að undanförnu, kæri Bogmaður. Þú átt óvænta, skemmtilega og fjölbreytilega tíma í vændum, sem ekki hvað síst skila sér í formi fjárhagslegs öryggis. Happadrættisvinningar, jákvæðar breytingar innan fjölskyldunnar, óvæntur arfur eða jafnvel launahækkun er líkleg til að verða á vegi Bogmannsins á komandi sumri. Aukin ábyrgð, dýpra traust og innilegra samstarf er allt uppi á pallborðinu hjá hinum dæmigerða Bogmanni sem fær það sem hann verðskuldar Kraftaverkin gerast enn!

Skoða önnur merki HÉR

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here