Bóka sér herbergi á sitthvoru hótelinu – Tónleikaferðin á enda

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Beyonce, 32 ára og Jay Z, 44 ára séu að skilja. Allskonar sögur hafa verið um framhjáhald Jay Z og að hann eigi að hafa haldið framhjá með Rihanna og Rachel Roy.

Nú hefur heimildarmaður HollywoodLife sagt frá því að Beyonce og Jay Z séu ekki bara í sitthvoru herberginu í tónleikaferðalaginu heldur séu þau líka á sitthvoru hótelinu.

Þeir sem starfa með hjónunum í tónleikaferðinni hafa miklar áhyggjur af ástandinu og var kallaður saman neyðarfundur á dögunum, en þar voru ræddar aðstæður og það andrúmsloft sem hefur myndast á ferðalaginu. Óttast er að hjónin munu ekki ná að klára tónleikaferðina.

Heyrst hefur að Beyonce neiti að gefast upp á hjónabandi þeirra og hún vilji ekki að dóttir þeirra, Blue Ivy, þurfi að ganga í gegnum skilnað foreldra sinna. Hún vill samt ekki, undir neinum kringumstæðum, vera í opnu hjónabandi.

 

SHARE