Borðstofuborð og stólar úr stáli

Hönnuðurinn Gioia Meller Marcovicz hannaði þetta flotta borðstofuborð sem hægt er að setja saman svo það verður bara eins og skenkur.

Þetta er borð sem rúmar 10 manneskjur og ef þú ert ekki að nota það sem borðstofuborð þá geturðu jafnvel notað það sem barborð.

Þessi hugmynd er að mínu mati mjög góð en kannski er hún meira fyrir augað en eitthvað annað því ég get ekki ímyndað mér að sitja heilt kvöldverðarboð á stálstól við stálborð. Hefði kannski verið sniðugt að hafa það úr einhverjum við?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here