Bragðarefur

Þessi hátíðlega ís uppskrift er æðisleg og kemur frá Matarlyst. Ísinn er með kókosbollum, einu seti, mars og toblerone, ásamt því að setja karamellusósu í botn og upp í hliðar skálarinnar. Hægt er að setja það sem hugurinn girnist í ísinn, ykkar uppáhalds nammi.

Hráefni ísblanda

6 eggjarauður
80 g sykur
1/2 l rjómi þeyttur

Fylling

8 litlar mini kókosbollur (1 pakki)
2 mars súkkulaði
2 stórir molar toblerone
Nokkrir molar eitt sett, geggjað að setja það í ísinn lakkrísinn verður æði.
Heit karamellusósa frá Kjörís
Nammi til að skreyta, mini egg og eitt sett.
Athugið að það er um að gera að setja ykkar uppáhalds nammi út í ísblönduna.

Aðferð

Þeytið rjómann, leggið til hliðar.

Eggjarauður og sykur þeytt þar til létt og ljóst. Blandið rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju í smáum skömmtum. Setjið kókosbollur út í skálina brjótið þær niður gróft með sleikju, blandið saman. Skerið mars í þunnar sneiðar, skerið toblerone og eitt sett í hæfilega stóra bita, bætið út í ísblönduna, vinnið varlega saman.

Samsetning

Ég byrja á því að setja karamellusósu upp í hliðarnar skálarinnar og í botn. Helli ísblöndunni í skálina, slétti úr. Skreytti með nammi, einu setti og mini eggjum.Setjið í frysti í að minnsta kosti 6-7 tíma áður en ísinn er borin fram. Gott er að láta ísinn aðeins taka sig áður en hann er borinn fram.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here