Þessi frábæri fiskréttur er frá Ljúfmeti og lekkerheit og er himneskur!
Brasilískur fiskréttur – uppskrift frá Recipetineats.com
Fiskurinn
- 500 g þorskur
- 1 msk sítrónusafi
- ¼ tsk salt
- svartur pipar
- 1 msk ólífuolía
Sósan
- 1½ msk ólífuolía
- 2 hvítlauksrif, fínhökkuð eða pressuð
- 1 lítill laukur, fínhakkaður
- 1 stór rauðpaprika, sneidd
- 1½ tsk sykur
- 1 msk kúmin (ath. ekki það sama og kúmen)
- 1 msk paprikukrydd
- ½ – 1 tsk cayenne pipar
- ½ tsk salt
- 1 dós (400 ml) kókosmjólk
- 1 dós (400 ml) hakkaðar tómatar
- 1 teningur fiskikraftur
- 1 msk lime safi
- 3 msk grófhakkað ferskt kóriander
Fiskurinn:
Skerið fiskinn í 2,5 cm bita og blandið saman við lime safa, salt og pipar. Setjið plast yfir skálina og látið standa í ísskáp í um 20 mínútur.
Hitið 1 msk af ólífuolíu í stórum potti eða djúpri pönnu yfir háum hita. Setjið fiskinn í pottinn og steikið þar til fiskurinn er næstum fulleldaður og farinn að brúnast aðeins. Takið fiskinn úr pottinum og leggið hann til hliðar.
Sósan:
Lækkið hitann undir pottinum í miðlungsháann og bætið 1½ af ólífuolíu í hann. Setjið hvítlauk og lauk í pottinn og steikið í um 1½ mínútu eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Bætið paprikunni í pottinn og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Setjið það sem eftir er af hráefnunum í sósuna í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið sjóða í 15-20 mínútur eða þar til sósan er farin að þykkna. Smakkið til með salti og pipar. Bætið fiskinum í pottinn og látið sjóða í um 2 mínútur, svo fiskurinn nái að hitna aftur. Hrærið lime safa saman við og skreytið með fersku kóriander áður en rétturinn er borinn fram. Berið fram með hrísgrjónum
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.