Brauðbollur með mozzarella

Þessi frábæra uppskrift er frá Freistingum Thelmu. 

Brauðbollur með mozzarella

  1. 20-25 stk.

500 g hveiti

3 dl. volgt vatn

1 bréf af þurrgeri

2  msk olía

1 tsk salt (t.d. maldon)

1 poki af rifnum mozzarellaosti (eða annar rifinn ostur)

Aðferð

Setjið volgt vatn í skál og hellið þurrgerinu saman við og hrærið léttilega, látið standa á meðan þið undirbúið rest. Setjið hveiti í skál ásamt salti og rifnum mozzarellaosti. Hellið vatninu með þurrgerinu í saman við ásamt 2 msk af olíu. Hrærið og hnoðið léttilega þar til allt hefur fests vel saman. Látið deigið hefast í skálinni í rúma klukkustund. Gott er að bleita viskastykki með volgu vatni og setja yfir skálina. Setjið skálina á hlýjan stað eða á volgan ofn og látið hefast.

Þegar deigið hefur náð að hefast, myndi þið jafnstórar bollur úr deiginu og raðið á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakið í 12 – 15 mínútur við 220 gráðu hita.

Best er að bera þær fram volgar. Með mat er gott að bera þær fram með allskyns kryddsmjöri eða íslensku smjöri. Þær eru einnig mjög góðar bara með sunnudagskaffinu með smjöri, osti og kakómalti, allavega kjósa börnin mín að borða þær á þann hátt.
11072115_10153214914338760_170953722_n

Blandið hveiti, salti og osti saman í skál
11056652_10153214914328760_1897541047_n

Hellið volga vatninu ásamt þurrgerinu saman við

11072156_10153214914323760_432933656_n (1)

Myndið jafnstórar bollur úr deiginu og raðið þeim á bökunarpappír.

11073022_10153214914333760_375352984_n

 

Freistingar Thelmu á Facebook 

SHARE