Bréf til þín elsku eiginmaður!

Elsku eiginmaður,

Áður en þú kemur heim frá útlöndum þá vildi ég láta þig vita af smáslysi sem ég lenti í með pickupinn okkar. Það var ekkert alvarlegt og ég slasaðist ekkert þannig að ekki hafa neinar áhyggjur af mér. Ég var að koma heim frá búðinni og þegar ég keyrði inn innkeyrsluna steig ég óvart á bensíngjöfina í stað þess að stíga á bremsuna. Bílskúrshurðin er smávegis beygluð en pickupinn stoppaði sem betur fer á bílnum þínum.

Mér finnst þetta mjög leiðinlegt, en ég er viss um að þú munt fyrirgefa mér. Þú veist hvað ég elska þig mikið og hugsa um þig. Meðfylgjandi er mynd af þessu.  Ég get ekki beðið eftir að faðma þig aftur.

Þín elskandi eiginkona.

timthumb

PS. KÆRASTAN ÞÍN HRINGDI!!!!

SHARE