Britney Spears.

Britney Spears hefur látið leggja sig inn til að fara að vinna í geðheilsunni sinni, samkvæmt RadarOnline.

Jamie Lynn, faðir Britney, veiktist skyndilega í nóvember þegar ristill hans sprakk og var hann á spítala í margar vikur eftir það.

Britney er í mjög lélegu andlegu ástandi þessa dagana. Hún segir að pabbi hennar hafi bjargað lífi hennar, sem hann gerði. En hann er ekki að verða neitt betri svo Britney hefur verið að einbeita sér að því að láta honum líða betur. Jamie bað hana hinsvegar að fara inn á stofnun til að fá hjálp fyrir sjálfa sig,

segir heimildarmaður RadarOnline. Það hefur verið gefið út að Jamie muni ná sér að fullu, þó hann hafi næstum dáið en heimildarmaðurinn segir að honum líði ekki alveg nógu vel.

Hann er að upplifa allskyns fylgikvilla þess að ristill hans hafi rofnað. Britney flakkar fram og til baka frá Louisiana og henni líður alls ekki vel. Það sést á andliti hennar,

segir heimildarmaðurinn og bætir við að Britney sé ekki að sofa vel og treysti á kærasta sinn, Sam, til að vera hennar stoð og stytta.

 

SHARE