Brjóstagjöf á almannafæri?

Oftar en einu sinni hef ég séð umræður á Facebook í sambandi við brjóstagjöf kvenna á almannafæri. Fólk er ýmist með eða á móti. Ég hafði aldrei spáð í að sumt fólk væri á móti því að gefa brjóst meðal almennings einfaldlega vegna þess að mér hefur alltaf fundist þetta eðlilegasti hlutur í heimi.

Ég hef alltaf litið á þetta einfaldlega þannig að móðir er að gefa barninu sínu að borða.

 

Ef mamman situr á kaffihúsi með vinkonunum og barnið hennar verður svangt þá einfaldlega gefur hún því að borða. Ef það fer fyrir brjóstið á einhverjum myndi ég telja það eðlilegt að sleppa því bara að glápa. Flestar konur gera þetta mjög snyrtilega og eru ekkert að flassa neinn.

 

Það skiptir auðvitað máli hvernig þú berð þig að þessu, auðvitað á að gera þetta snyrtilega og taka tillit til þess að fólki getur fundist vandræðalegt að sjá brjóst.

 

Ég hef heyrt fólk segja: „Af hverju gefur þú ekki bara barninu þínu pela?“
Afhverju að gefa barninu sínu pela þegar þú hefur matinn framan á þér, tilbúinn við rétt hitastig? Veit það fólk hversu mikið vesen það er að mjólka úr brjóstunum, setja í pela og hita svo pelann?

Þegar kona er á kaffihúsi eða veitingastað og barnið byrjar að gráta, hvert á hún þá að fara til að gefa barninu að borða ef hún má ekki vera á meðal almennings? Á hún að láta barnið sitt borða inni á klósetti? Og ég spyr líka, viltu frekar hafa grenjandi barn yfir þér?

 

Persónulega finnst mér þetta algjört rugl og tepruskapur, ef ég sé konu gefa brjóst og mér finnst það vandræðalegt þá horfi ég einfaldlega bara eitthvert annað.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here