Brún lagkaka

Þessi kaka er mjög stór partur af jólunum fyrir ansi marga. Þessi uppskrift er frá Eldhússystrum og lætur mann slefa.


Þessi uppskrift er stór, það má vel helminga hana, baka á tveimur ofnplötum, og skera hvorn kökubotn í tvennt til að búa til fjóra kökubotna. Sennilega mætti líka búa bara til fjórðun og baka á einni plötu ef því er að skipta og skipta þeim botni í fjóra jafna hluta

Kökubotnar
400 gr smjör/smjörlíki
300 gr sykur
3 egg
400 gr síróp
1 kg hveiti
3 tsk hjartarsalt
1 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk engifer
3 msk kakó

Smjörkrem
1 kg flórsykur
500 gr smjör, við stofuhita. 
4 eggjarauður (má sleppa en setjið þá t.d. síróp eða mjólk í staðin til að þynna út). 
1 tsk vanilludropar

1. Kökubotnar: Öllum hráefnum hrært saman í hrærivél þar til úr verður þykkt deig. 
2. Deiginu skipt í 4 jafna hluta og hver hluti flattur út á bökunarpappír (sem er jafnstór og ofnskúffan sem kakan er bökuð í). Sjá mynd að neðan. Best er að setja deigið á bökunarpappír og fletja það út/dreifa vel úr því með höndunum til að byrja með. Svo er annar bökunarpappír settur ofan á og deigið flatt út með kökukefli til að ná því jöfnu og sléttu.
3. Hver hluti deigsins bakaður við 175°c (á undir og yfirhita, ekki blæstri) í ca. 10 mínútur, neðst í ofninum. Látið botnana kólna vel. 
4. Krem: Flórsykri og smjöri hrært vel saman. Eggjarauðunum bætt út í einni í einu og allt hrært vel þar til kremið er slétt. 
5. Kakan sett saman: Kreminu skipt í þrjá jafna hluta og smurt á kökubotnana, sem er staflað saman – einn á eftir öðrum með kremi á milli. Endið á kökubotni. Kantarnir eru skornir af og kakan er svo skorin ca 8 jafna bita (smekksatriði). Til að mýkja kökuna aðeins upp áður en hún er skorin má setja blautt viskastykki yfir hana í dálitla stund. Kakan geymist afar vel í frysti.

Deigið er mjög þykkt eins og sjá má
Hér er búið að fletja deigið út milli tveggja bökunarpappíra, og skera kantana.
Hér er búið að setja kremið á milli botnanna.

SHARE