Garðar Ólafsson, eða Gassi eins og hann er alltaf kallaður kom með frábæra stöðuuppfærslu í dag sem við fengum leyfi til að deila með ykkur. Hann opnar sig með baráttu sína við átraskanir og segist tilbúinn að hefja bataferli.

Skilnaður minn við Herra Wc

Jæja þá er tímabært að hefja bataferli og opna opinberlega á vandmál sem hefur herjað á mig á fullum krafti í tæp 16 ár og skemmt gríðarlega mikið öll þessi ár.
Þeir sem þekkja mig vel vita að ég var vel holdaður í kringum árið 1997. Það ár byrjaði ég að krafti að æfa og vinna í útliti mínu og tókst að fara úr 165kg í tæp 92kg.

Eins og í flestu sem ég geri, þurfti ég að taka þetta alla leið og næstu 5 árin var ég farin að æfa 3. sinnum á dag og árangurinn var eftir því.

Æfa, sofa, vinna og svo æfa. Samhliða þessu bruddi ég orkutöflur eins og engin væri morgundagurinn. Þegar við Hulda eignuðumst fyrsta son okkar hann Óttarr fór athyglin meira á son okkar en æfingar. og smátt og smátt fór ég að minka æfingar því ég held að ég hafi hreinlega æft yfir mig 
og fékk nett ógeð á þessum æfingum öllum.

Þeir þekkja það vel sem einhverntímann hafa verið í yfirþyngt að það er sama hvað þú grennist, spegillinn sýnir þig alltaf í yfirþyngt og hugurinn sömuleiðis.
Ég sé mig oft enn í dag sem akfeitann og afmyndaðann einstakling þegar ég sé mig í spegli. Ég þarf alltaf að klæða allt af mér svo mér líði vel. Á tímabili var ég með aukaföt í bílnum mínum ef mér færi að finnast ég feitur þegar liði á daginn.

Ég var í matarboði hjá tengdaforeldrum mínum fyrir 16 árum, og sem oftar fékk ég mér aðeins of mikið á diskinn. Ég fann að ég var pakksaddur og brá mér örlitlastund á salernið.
Það var þá sem ég og klósettskálin urðum sem eitt og ég eignaðist nýjann vin. Þetta var málið, borða og svo heimsækja nýja vin minn hann Hr.WC. Við tók nýtt tímabil sem einfaldið allt og nú þurfti ég ekki að æfa, bara mæta í gufu og allt varð gott, eða svo hélt ég.

Ég er sem sagt búin að vera heltekin af anórexiu og búlimíu í 16 ár og er komin með nóg af því og gefst upp hér með.

Öll matarboð eða aðrir staðir þar sem matur var í boði hófust 
á því að leita að vini mínum hr. WC og kanna aðstæður hjá honum. Hr. WC fylgdi mér hvert sem er, frá morgni til kvölds í 16 ár og hefur skemmt mikið fyrir mér í mínu persónulega lífi sem aldrei verður bætt, aldrei. Hann hefur haft áhrif á samskipti mín við annað fólk, börnin mín og ekki síst elsku fallegu konuna mína sem grunaði ekki neitt í öll þessi ár. 
Hr.Wc hefur haft gríðarlega neikvæð áhfrif á hjónabandið mitt og börnin mín, og dregið fram persónu sem eg hefði aldrei viljað sína þeim né öðrum. Verst finnst mér að hafa ekki geta treyst konunni minni, börnum eða vinum mínum fyrir þessu mikla leyndarmáli sem ég burðaðist með í öll þessi ár Því allir hefðu klárlega getað hjálpað mér miklu fyrr.

Þessi helvítis sjúkdómur er skömm og það er ekki svo létt að ætla að opna sig eða segja frá honum, ekki við nokkurn einasta mann, ekki einu sinni sálfræðinginn sem ég gekk til og geri enn. Þetta er svo mikil skömm og það vita allir sem hafa verið í þessum sporum.

Ég þarf að sætta mig við það sem ég er og hvernig ég lýt út og taka þeim afleiðingum sem hann hefur nú þegar valdið. Það er sama hvort ég sé feitur eða mjór, ljótur eða sætur ég er samt alltaf sami Garðarinn, en ég þarf bara að læra að sætta mig við hann.

Ég get ekki látið vin minn Hr. Wc stjórna lífi mínu mikið lengur, né látið hann stjórna líðan minni í hjónabandi eða í samskiptum við annað fólk sem ég elska. Þess vegna skrifa ég þetta hér og segi öllum frá þessu,.

Ég skrifa þetta ekki til að fá vorkun eða neitt annað. Ég skrifa þetta fyrir mig og til að létta af mér þessu leyndarmáli mínu 
Ég vona líka að þetta geti hjálpað öðrum sem glíma við þetta sakammarlega og ógeðslega vandamál því engin á að þola það né leggja það á sig að bera alla þessa birgði einn.

Ég ætla að elska sjálfan mig eins og ég er og skilja hér með við óvin minn Hr.Wc fyrir fullt og allt. Ég hef ekki hitt hann núna í 3 vikur og guð minn góður hvað mér líður betur að vera laus við þig. Þú munt ekki skemma meira fyrir mér Hr.Wc svo drullaðu þér í burtu og komdu aldrei aldrei aldrei aftur.

Takk fyrir lesturinn.

SHARE