Búr um höfuðið til að geta ekki…..

Maður að nafni İbrahim Yücel (42) hefur reynt allt til þess að hætta að reykja. Hann hefur nú gengið það langt að hann hefur  sett búr utan um höfuð sitt. Eiginkona hans er með eina lykilinn og opnar búrið við hverja máltíð.

Íbrahim hefur reykt í 26 ár og langar virkilega að hætta og hefur margoft reynt að hætta en gefst alltaf upp eftir nokkra daga.

Pabbi minn dó úr krabbameini í fyrra og þrátt fyrir það, gat ég ekki hætt að reykja. Að lokum hélt ég að ég gæti hætt ef gerði svona búr.

SHARE