Caitlyn er boðin í brúðkaupið en kærastan hennar vill ekki fara

Við sögðum ykkur frá því í vikunni að Caitlyn Jenner (68) er ekki að fara að mæta í brúðkaup sonar síns, Brody. Það er ekki vegna þess að hún er ekki boðin, heldur af því að það hentar ekki hinni 21 árs kærustu Caitlyn, Sophia Hutchins.
Samkvæmt RadarOnline er Sophia búin að banna Caitlyn að fara, því það hentar ekki þeirra áformum. Caitlyn er alveg undir hælnum á Sophia og hlýðir bara ástinni sinni.

 

Heimildarmaður RadarOnline sagði:

Cait getur farið í brúðkaup Brody ef hún vildi það virkilega en hún getur eða vill það ekki útaf „yfirmanni“ sínum, Sophia. Tímasetningin á brúðkaupinu var á sama tíma og Cait og Sophia voru búin að plana ferðalag og þær vildu alls ekki breyta neinu fyrir brúðkaupið

Samkvæmt þessum heimildarmanni dekrar Caitlyn við Sophia. Fer með hana í verslunarferðir og ferðast út um allt. Allt sem Sophia vill, fær hún. Sophia fór í gegnum kynleiðréttingarferlið árið 2015 og eru skvísurnar tilbúnar að ganga í hjónaband.

 

SHARE