Cara, Hailey og Jourdan kynna HERRALÍNU Moschino og DKNY F/W 2015

Ofurfyrirsæturnar Cara Delevingne, Jourdan Dunn og Hailey Baldwin gegna báðar stóru og fremur ófyrirséðu hlutverki í hátískuheiminum – en allar kynna þær ásamt föngulegum karlfyrirsætum – hátískufatnað fyrir karla.

Cara kynnir þannig karlalínu DKNY ásamt fríðu föruneyti – en hún var einnig fengin til að kynna kvenlínu DKNY þetta misserið. Cöru virðast engin takmörk sett, hún lék í jólamynd Chanel, auglýsir undirfatnað, svífur léttstíg um í síðkjólum og bregður sér í jakkaföt ef því er að skipta.

Hér má sjá Delevingne undir Manhattanbrúnni ásamt þeim Ben Nordberg, Jackson Hale og Sang Woo Kim í hátískuklæðnaði frá DKNY sem ætlaður er – eins og sjá má – fyrir karlmenn. Ljósmyndina tók Georg Harris en eins ótrúlegt og það má vera; klassísk jakkaföt fara Cöru einkar vel:

.

24B8156400000578-2911472-image-a-213_1421322606191

.

Skemmtilegt þykir einnig að sjá Hailey ganga pallana og kynna herralínu Moschino fyrir haust / vetur 2015 – en hér má sjá hana á tískupöllunum á nýyfirstaðinni tískuviku herra í London nú í janúar. Íklædd silfruðum buxum og þung á svip, gekk Hailey þannig inn á svið – en auðséð er á ljósmyndinni því Hailey hefur skotið svo hratt og örugglega upp á stjörnuhimininn í heimi hátískunnar.

Hailey var hins vegar ekki ein á ferð – því með henni í för var ofurfyrirsætan Jourdan Dunn – ótrúlegt á að líta:

.

sev-moschino-mens-show-lgn

.

Hér má sjá hvernig þær Hailey og Jourdan tækluðu tískupallana við hlið herrana sem kynntu haust- og vetrarĺínu Moschino á nýyfirstaðinni tískuviḱu í London: 

Tengdar greinar:

CHANEL: Pharrell Williams og Cara Delevingne í hátíðarmyndinni Reincarnation

Naomi Campell og Jordan Dunn kynna vor- og sumarlínu Burberry

Vorlína Moschino 2015: Djarfur draumaskápur Barbie í hnotskurn

SHARE