CHANEL: Pharrell Williams og Cara Delevingne í hátíðarmyndinni Reincarnation

Þau Pharrell Williams og Cara Delevingne fara með aðalhlutverkin í rómantískri stuttmynd með súrrealískum blæ, sem sjálfur Karl Lagerfeld leikstýrir og verður heimsfrumsýnd í næstu viku á Méteirs d’art safninu í Salzburg þann 2 desember nk. – eða sólarhring áður en Paris-Salzburg 2014/15 Métiers d’art sýningin hefst, en þar verður nýjasta lína Chanel sýnd formlega.

.

chanel-reincarnation02

.

Rúmlega 30 sekúndna kynningarstikla birtist á vefnum síðdegis í gær þar sem þau Cara og Pharell svífa léttstíg um undir tónum CC the World, sem verður frumflutt við sama tækifæri, en um er að ræða hátíðarútgáfu Chanel þetta árið sem kynnir jafnframt jólalínu tískurisans. Það er ekki allt; Pharrell frumflytur einnig áður lagið CC the World sem hann samdi sérstaklega í tilefni af stuttmyndinni, sem ber nafnið Reincarnation sem merkir Endurholdgun á íslensku.

.

chanel-reincarnation01

.

Þetta verður jafnframt alfyrsti dúett þeirra Cöru og Pharrell, sem taka lagið saman í stuttmyndinni og frumraun fyrirsætunnar í tónlistarheiminum, en Cara þykir hafa fallega söngrödd sem heimurinn fær nú að heyra að fyrsta sinni í stuttmyndinni Reincarnation. Söguþráður Reincarnation tekur á ungu pari sem áður voru persónur málverka frá miðöldum; þau Franz Jósef I keisari og Elísabet kona hans og keisaraynja, en í gegnum stuttmyndina þræðir Lagerfeld sem leikstjóri, einnig sögu Chanel jakkans.

.

showbiz-chanel-advert-pharrell-williams-cara-delevingne

.

Um leikaravalið sjálft segir Lagerfeld að Pharrell hafi verið einstaklega ljúfur og faglegur í öllu viðmóti. „Hann var verulega þægilegur í samstarfi. Auðveldur í nálgun og fagmaður fram í fingurgóma.”

.

rs_560x415-141124114414-1024-Pharrel-Cara-Delevingne-Reincarnation-Chanel3.jw.112414

.

Cara, sem landaði nýverið sínu fyrsta kvikmyndahlutverki í Hollywood hefur aftur á móti verið iðin við að deila skotum af tökustað á Instagram og segir Lagerfeld það hafa verið draum hennar lengi að öðlast tækifæri til að syngja. „Að hefja ferilinn á dúett með Pharell, það er ekki slæmt eða hvað?”

10 atriði: Sjóðheitur lífvörður Karl Lagerfeld útskýrir starfið

Grét í viðtali við Opruh – Myndband

Cara Delvingne um ástina á konum, Mulberry og mátt samskiptamiðla

SHARE