Celine brotnar niður í sjónvarpi: „Ég mata René gegnum slöngu þrisvar á dag”

Celine Dion brotnaði niður og hágrét í nýlegu viðtali við ABC News þegar talið barst að eiginmanni hennar, René Angélil, en René sem er orðinn 73 ára gamall berst við illvígt krabbamein í hálsi. Aflýsti Celine meðal annars árslöngu tónleikahaldi í Las Vegas til að fá óskiptan tíma við hlið eiginmannsins og sagði þannig í viðtalinu að hún þyrfti að mata René þrisvar á dag.

Hann borðar allan mat gegnum slöngu. Ég mata hann gegnum slönguna þrisvar á dag.

26F5428200000578-3009960-image-a-78_1427228890110

Celine er sjálf orðin 46 ára gömul en hún heldur brátt til vinnu og snýr þannig aftur á svið í Vegas í ágúst næstkomandi. Þrátt fyrir gífurlegan aldursmun hjónanna, hefur hjónaband þeirra Celine og René varað frá árinu 1994. Fundum þeirra bar fyrst saman þegar Celine var aðeins 12 ára að aldri, en þau tóku upp ástarsamband þegar stórsöngkonan var aðeins 19 ára að aldri. René var þá orðinn 45 ára gamall, en þegar þau gengu í hnapphelduna áttu þau 7 ára óslitið ástarsamband að baki. Hjónin eiga þrjá syni, René sem er 14 ára og tvíburana Eddy og Nelson sem eru 4 ára gamlir og hjónin eignuðust með hjálp staðgöngumóður.

Sjá einnig: Celine Dion hættir við tónleikaferðalag vegna veikinda eiginmanns hennar

Sjálf neitar Celine að þiggja hjálp og hefur annast eiginmann sinn að mestu í veikindum hans óstudd ásamt því að sjá um börn þeirra þrjú – en þannig hefur fjölskyldan náð að vinna úr ferlinu saman, einn dag í einu, undanfarið ár.

Í augnablikinu tökum við hverjum degi eins og hann kemur fyrir sig. Við reynum að lifa eins eðlilegu lífi og unnt er. Vð kjósum lífið.

26F5426800000578-3009960-image-a-80_1427229372377

Engu að síður og jafnvel helst í ljósi aðstæðna snýr Celine aftur á svið í ágúst næstkomandi þar sem hún mun koma fram á röð tónleika í hinni víðfrægu Caesars Palace og verður um nýja og ferska dagskrá að ræða, samkvæmt því sem talsmaður Celine segir.

26F54AD500000578-3009960-image-a-75_1427228780824

Einlæg og blátt áfram segir Celine þá umbúðalaust frá ferlinu í viðtalinu sjálfu og hér má sjá brot af umfjöllun ABC News um veikindi René og þá þungbæru reynslu hjónanna að takast á við baráttuna við illvígt krabbameinið í daglegu lífi:

https://youtu.be/LBOLZwwGI8A

SHARE