Channing Tatum hjálpar konunni með neglurnar

Jenna Dewan-Tatum, eiginkona Channing Tatum, er rosalega ánægð með sinn mann þessa dagana. Hún gerir í því að birta skemmtileg Snapchat myndbönd og myndir af manninum sínum þar sem hann hjálpar henni.

dewan-tatum-2-600x800

Fyrst birti hún mynd af honum þar sem hann er að þrífa af henni naglalakkið af tánöglunum. Svo kom myndband af því þegar hann er að blása á táneglurnar til að þurrka nýja lakkið.

 

dewan-tatum-1-600x800

Ekki fylgdi það sögunni hvort hann var sá sem setti naglalakkið á eða hvort eiginkonan hafi sjálf átt heiðurinn af því.

 

 

Birtist fyrst í amk, nýju fylgiblaði Fréttatímans

SHARE