Charlie Sheen brjálaður út í barnsmóður sína

Charlie Sheen(56) er ekki sáttur við fyrrum eiginkonu sína og barnsmóður, Denise Richards, eftir að hann komst að því að dóttir þeirra væri komin á Only Fans. Dóttirin heitir Sami Sheen og er 18 ára.

„Hún er 18 ára núna og býr hjá móður sinni. Þetta gerðist ekki á „minni vakt“, sagði Charlie í samtali við Us Weekly. „Ég er ekki samþykkur þessu en þar sem ég gat ekki komið í veg fyrir þetta, hvet ég hana til að hafa þetta settlegt, skapandi og ekki missa sjálfsvirðinguna sína.“

Á sama tíma sagði Denise í samtali við HollywoodLife: „Sami er 18 ára og hennar ákvörðun var alveg óháð því hjá hverjum hún bjó. Það eina sem ég get gert, sem foreldri, er að leiðbeina henni og treysta hennar dómgreind. Hún tekur sínar eigin ákvarðanir.“

Sami tilkynnti það á Instagram síðu sinni að hún væri búin að opna OnlyFans og áskriftin kostaði 19.90 dollara á mánuði.

SHARE