Charlize Theron sér eftir að hafa leikið í þessari mynd

Hollywoodstjarnan Charlize Theron varð fyrst heimsfræg árið 1997, þegar hún lék í stórmyndinni Devil’s Advocate. Síðan þá hefur Charlize unnið til Óskarsverðlauna, Golden Globe og fjölda annarra verðlauna.

Það var svo árið 2000 sem Charlize fékk hlutverk í mynd sem var leikstýrt af John Frankenheimer en myndin bar nafnið Reindeer Games. Charlize hefur sagt frá því í viðtali að hún sjái eftir að hafa tekið hlutverkið í myndinni að sér.

„Reindeer Games. Það var mjög mjög slæm mynd. En þó myndin hafi verið slæm, fékk ég að vinna mei John Frankenheimer,“ sagði Charlize í viðtali við Esquire. „Ég var ekkert að reyna að plata sjálfa mig, það var bara útaf honum sem ég tók þetta hlutverk. Hann leikstýrði The Manchurian Candidate, sem er kvikmynd allra kvikmynda. F*** eftirsjá. F*** it!“

Reindeer Games er um mann sem er að losna úr fangelsi og rán í spilavíti en Ben Affleck var líka í aðalhlutverki. Myndin fékk frekar lélega dóma á IMDB, eða 5,8.

SHARE