Chettinad kjúklingur

Þessi ljúffenga uppskrift kemur frá Allskonar.is.

Chettinad er landsvæði í Suður Indlandi þar sem matargerðin einkennist af bragðmiklum mat þar sem mörg krydd eru notuð.

Í þennan rétt getur þú notað bringur eða lundir, eða bita með beini í, allt eftir því hvað þér finnst best.

Í kryddblönduna er gott að eiga mortél og mala kryddin sjálfur til að fá sem mestan ferskleika, annars getur þú notast við keypt möluð krydd.

Chettinad kjúklingur fyrir 4

 • 800gr kjúklingakjöt
 • 2 msk olía
 • 10 curry lauf
 • 1 laukur, saxaður
 • 2 stórir tómatar, saxaðir
 • 1/2 tsk turmerik
 • 1/2 tsk cayenne pipar
 • hnífsoddur sykur
 • 2 dl vatn
 • safi úr 1/2 sítrónu eða lime
 • Kryddmauk
 • 1 msk kóríander, malað
 • 1 tsk fennelfræ, möluð
 • 1 tsk cumin, malað
 • 1/2 tsk svört piparkorn, möluð
 • 1/2 tsk negull, malaður
 • 1 tsk kanill, malaður
 • 1 tsk engifer, malað
 • 1 stjörnuanís, malaður
 • 1 rautt chili
 • 4 hvítlauksrif
 • 170ml kókosmjólk (lítil dós)

Undirbúningur: 25 mínútur

Eldunartími: 40 mínútur

Byrjaðu á að búa til kryddmaukið. Malaðu öll kryddinn í mortéli – þú getur líka notað kaffikvörn. Þurrsteiktu þau á pönnu þar til allt fer að ilma. Settu nú í matvinnsluvél, ásamt chili, hvítlauk og kókosmjólkinni. Búðu til mjög fíngert mauk.
Settu til hliðar.

Settu olíu í pönnu yfir meðal hita og steiktu currylaufin í 15 sekúndur, bættu þar í söxuðum lauknum og steiktu í 4-5 mínútur eða þar til laukurinn byrjar að brúnast.
Bættu þar næst við tómötunum og steiktu í 2-3 mínútur eða þar til tómatarnir fara að verða mjúkir.

Helltu nú kryddblöndunni í pönnuna ásamt turmerikinu og cayenne piparnum, steiktu í 4-5 mínútur eða þar til allt fer að ilma dásamlega. Smakkaðu til með smá salti.

Bættu 2 dl af vatni út í og leggðu kjúklinginn í bitum út í blönduna.

Lækkaðu hitann og láttu malla í 20  mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn. Smakkaðu til með sykri, salti og sítrónusafa.

Ef þú vilt sósuna þykka þá tekurðu núna lokið af, hækkar hitann og lættur sjóða þar til sósan fer að þykkna.

Berðu fram með hrísgrjónum, súrmjólkur raitu og flatkökum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here