Chris Hemsworth á Íslandi

Chris Hemsworth (40) er staddur á Íslandi ef marka má færslu hans á Instagram.

Hann birtir þar myndaröð af sér og dóttur sinni þar sem þau eru í ísklifri.


Chris er ástralskur leikari sem hefur leikið í fjölda bíómynda en steig sín fyrstu skref í sápuóperunni Nágrönnum sem við þekkjum flest.


Chris er líka bróðir Liam Hemsworth sem var giftur Miley Cyrus.

SHARE