Fyrirsætan og rithöfundurinn Chrissy Teigen spókaði sig um í búðum í Beverly Hills ásamt móður sinni um helgina. Chrissy á von á sínu fyrsta barni með tónlistarmanninum John Legend og er talið að von sé á barninu á allra næstu mánuðum – en hjónin hafa ekkert gefið upp um hvenær erfinginn er áætlaður í heiminn. Hvað sem því líður var Chrissy glaðleg og glæsileg á meðan hún flæktist um á milli búða um helgina.
Sjá einnig: GOTT MÚV: Chrissy Teigen opinberar slitförin ófeimin á Instagram