Christina Hendricks óþekkjanleg á nýrri mynd

Kynbomban Christina Hendricks (48) er ólík sjálfri sér á nýrri mynd sem hún setti inn á Instagram á dögunum. Hún er þekkt fyrir rauða hárið sitt og rauðar varir og einstakan kynþokka, en hún er í raun og veru ljóshærð.

Á myndinni sem hún deildi er hún með „pixie“ klippingu og má reikna með að hún sé um tvítugt þegar myndin er tekin.

Christina hefur sagt frá því í viðtali að hún hafi verið um 10 ára gömul þegar hún litaði hárið á sér fyrst, en hana dauðlangaði að líta út eins og Anne of Green Gables, eða Anna í Grænuhlíð.

SHARE