Coco kyssir annan rappara! – Ice-t lýsir óánægju sinni á Twitter – Myndir

Coco og eiginmaður hennar Ice-T eru ekki í hinu fullkomna sambandi eins og þau hafa alltaf viljað meina. Coco var stödd í Las Vegas á dögunum og Media Take Out birti myndir af henni þar sem hún var að hafa það reglulega notalegt með rapparanum Oakland.  Ice-T brást þannig við myndunum að hann fór beint á Twitter og tvítaði um þetta (og eyddi því síðan út):

Coco er í Vegas. Hún hefur sagt mér að myndirnar séu af henni og manni sem hún segir að þekki einhvern úr tökuliðinu sem fylgir henni. Gaurinn segist líka þekkja mig, en ég þekki hann ekki.

Engu að síður eru þau alltaf að stilla sér upp fyrir myndatökur. Flestar myndirnar sýna mér lítilsvirðingu og smekkleysi. Hún lætur mig líta út fyrir, og líða eins og skít.

Ég skrifa þetta á Twitter því það er engin leið að komast hjá því að fólk sér að eitthvað er að hjá okkur giftu pari. Ekki láta það fara á milli mála, ég er ekki ánægður með þetta. Treystið engum!

Coco brást við þessum tvítum hjá Ice-T og tvítaði líka:

Vaknaði og fólk er í uppnámi útaf einhverjum myndum, í guðanna bænum krakkar, ég er hamingjusamlega gift og stundum vilja aðdáendur og vinir mínir taka kjánalegar myndir. Alveg meinlaust, SLAKIÐ Á!

Ice hefur rétt fyrir sér, myndirnar sem ég tók með þessum manni sýna smekkleysi og lítilsvirðingu gagnvart manni mínum þó þessar myndir hafi veruð það eina sem gerðist.

Ég er mjög leið, en þegar upp er staðið þá elska ég Ice og skil það mjög vel að hann sé reiður og ég hef enga afsökun. Fyrirgefðu ástin og allir hinir.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here