Dæmalaust djúsí vöfflur löðrandi í Kaffisúkkulaðisósu og rjóma

Jæja, vindum okkur í vöfflu vikunnar. Að þessu sinni útbjó ég sósu úr Kaffisúkkulaði – sem er jú það besta sem til er. Betra en kynlíf, kassi af rauðvíni og mjúkir kettlingar. Það er ekkert sem slær út Kaffisúkkulaði. Ekki neitt.

Sjá einnig: Brjálæðislega góðar vöfflur með vanilluís og Bingókúlusósu

IMG_9718

Þá sjaldan sem mig langar að sleikja tölvuskjáinn, ó boj!

IMG_9433

Rommelsbacher-inn var að sjálfsögðu brúkaður við baksturinn. Og vegna fjölda fyrirspurna um járnið eftir síðustu vöfflu fékk ég Smith & Norland til þess að gefa heppnum lesanda einn Romma. Til þess að njóta ásta með. Þarna var ég einmitt nýbúin að gæla aðeins við minn með borðtuskunni. Eins og myndin sýnir glögglega. Tuskuför og fínheit.

IMG_9428

Ein snilldin við Romma er þessi renna sem umkringir járnið. Hún tekur til dæmis við smjöri eða öðru sem notað er þegar járnið er smurt. Það nennir enginn að fá smjör á eldhúsbekkinn. Ég hef að vísu bara þurft að smyrja járnið tvisvar. En rennan veitir mér ákveðna hugarró. Gott að vita af henni.

Vöfflumixið góða – hrikalega einfalt og fljótlegt. Ekkert maus. Ekkert bras. Ekkert uppvask.

IMG_9673

Snúum okkur að dýrðinni – Kaffisúkkulaðisósunni.

IMG_9675

Þrjú súkkulaðistykki í pott. Einn biti í munninn. Ókei, tveir.

IMG_9677

Hálfur peli af rjóma í pottinn. Hitið við vægan hita þar til súkkulaðið bráðnar og verður svolítið karamellukennt.

IMG_9701

Mmm, hamingjan hjálpi mér. Og þér.

IMG_9696

IMG_9703

IMG_9706

IMG_9727

Hnausþykk vaffla með karamellukenndu Kaffisúkkulaði og glás af rjóma – þú deyrð og ferð til himna. Svona næstum.

Skildu eftir skemmtilegt komment handa mér hér að neðan. Mögulega verið þú einum Rommelsbacher ríkari á þessum tíma í næstu viku!

SHARE