Dagur gegn hómófóbíu og transfóbíu

17. maí er alþjóðlegur baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu. Á þeim degi er þeirra minnst sem líða vegna andúðar fólks á kynhneigð þess, kynferði og kyngervi og óréttlætinu mótmælt. Að því tilefni verður haldin bænastund í Guðríðarkirkju í Grafarholti og hefst hún kl.20.15.
Bænastundin er hluti af samstarfi kristinna LGBTT trúarhópa í evrópu á þessum degi.
Yfirskrift stundarinnar er “Ótti er ekki í elskunni” (Fyrra Jóhannesrbréf 4:18).

Hómófóbía og transfóbía er ekki bundin við trúfélög en það má þó segja að sýnileiki hennar sé oft á tíðum hvað fyrirferðamestur þar. Víða er kristin trú misnotuð í þeim tilgangi að verja aðgerðir gegn mannréttindum og mannlegri reisn og tilvist LGBTT fólks um allan heim og oft á tíðum til að verja andlegt og líkamlegt ofbeldi, útskúfun, einangrun og mannfyrirlitningu.

Við hvetjum alla þá sem hafna notkun boðskapar kristinnar trúar í þágu hverskyns ofbeldis, andúðar og aðgerða gegn mannréttindum fólks og alla þá sem vilja rjúfa þögnina um hómófóbíu og transfóbíu hvar sem er í samfélaginu, til að koma á bænastundina, njóta samfélags í trú, friði og kærleika, lofa lífið í öllum sínum fjölbreitileika og styrkjast í baráttunni gegn fordómum.

Það er Hinsegin í Kristi, samkirkjulegur trúarhópur LGBTT fólks sem stendur fyrir bænastundinni ásamt séra Sigríði Guðmarsdóttur sóknarpresti Guðríðarkirkju.

Hinsegin í Kristi

Hinseginn kórinn ætlar að taka 3 lög ú upphaf stundarinna

Allir eru velkomnir.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here