Dansar við Thriller til að koma hríðunum í gang

Þessi kona er yndisleg! Hún heitir Bonnie Northsea og er hérna komin 40 vikur á leið. Henni var sagt að ef hún myndi dansa við Thriller myndi hún koma hríðunum af stað. Svo hún lét vaða. Bonnie setti myndbandið inn á Facebook og fékk 55.000 áhorf á einum sólarhring.

„Maðurinn minn er að berjast við krabbamein núna (var greindur fyrir mánuði) og þetta hefur verið erfiður tími. Þetta myndband hefur hjálpað mér mikið því ég er búin að hlæja að þessu aftur og aftur,“ segir Bonnie á síðunni sinni.

 

Tengdar greinar: 

Hvað finnst honum um ólétta líkamann þinn í raun?

Tilkynnið óléttuna með stæl! – Myndir

Láta dóttur sína halda að þau hafi eldað „óléttan“ kalkún

SHARE