Dapurlegasta kveðjan: Syrgjandi foreldrar festir á filmu með deyjandi börnum sínum

Skilyrðislaus ástin skín úr brostnum augum nýbakaðra foreldranna sem sjá má hér á meðfylgjandi myndum. Nístandi sorgin og kærleikurinn sem haldast í hendur meðan allra síðustu augnablikin líða hjá með leifturhraða – síðasti andardráttur nýfæddra barna sem umvafin örmum foreldra sinna, kveðja heiminn skömmu eftir komu þeirra í heiminn.

Ljósmyndirnar sem sjá má hér að neðan eru allar teknar af samtökunum Now I Lay Me Down To Sleep sem hafa það markmið að leiðarljósi að fanga minningarleiftur foreldra af deyjandi og / eða nýlátnum börnum sínum, en á vegum samtakanna starfa ljósmyndarar sem sérhæfa sig í tökum með niðurbrotnum foreldrum og dauðvona börnum þeirra á sjúkrahúsum viðsvegar um heiminn.

258F8DF000000578-2948855-image-a-9_1423646207256

Samtökin eru bandarísk að uppruna og voru stofnsett fyrir einum tíu árum síðan en þjónustan teygir sig hins vegar yfir ein 40 lönd og eru sjálfboðaliðarnir orðnir hátt í 1700 talsins. Upplýsingar um sjálfa þjónustuna má finna á vefsíðu samtakanna, en þar stendur m.a.:

Markmið okkar er að bjóða syrgjandi foreldrum upp á minningarmyndir af barni sínu án tilfallandi kostnaðar við faglega ljósmyndatöku.

Það er ekki allt; samtökin bjóða einnig upp á fræðslu fyrir lærða ljósmyndara svo þeim verði kleift að veita þjónustu sem felur í sér gullfallegar minningarljósmyndir fyrir fjölskyldur sem verða fyrir þeirri ólýsanlegu sog að missa nýfætt barn í faðm dauðans.

258F8DB000000578-2948855-image-a-7_1423646166988

Á vefsíðu samtakanna má finna þessi orð:

Við lítum svo á að ljósmyndirnar þjóni mikilvægu hlutverki í heilunarferli fjölskyldunnar; að með þessu móti sé minning barnsins heiðruð.

Sjálft nafn samtakanna – Now I Lay Me Down To Sleep – dregur nafn sitt af þekktri barnabæn, en samtökin bjóða einnig fjölskyldum barna sem eru fædd andvana upp á þjónustuna. Enginn íslenskur ljósmyndari er skráður á vefsíðu samtakanna, en lærðir ljósmyndarar um allan heim geta þó gerst sjálfboðaliðar á vegum samtakanna.

258F8AA200000578-2948855-image-a-18_1423646350994
Hér að neðan má sjá örfáar ljósmyndir sem sýna hvers ástin er megnug, en þetta eru síðustu augnablik syrgjandi foreldra með deyjandi börnum sínum sem fönguð hafa verið á filmu og gerð ódauðleg; til heiðurs minningu barns.

Rett er að benda á að vefsíðu samtakanna og allar upplýsingar um þjónustuna má finna HÊR

258F8A7900000578-2948855-image-a-15_1423646316680

258F8C6000000578-2948855-image-a-14_1423646289630

258F8E1400000578-2948855-image-a-11_1423646247736

258F8DDD00000578-2948855-image-a-5_1423646135600

258F8C6C00000578-2948855-image-a-1_1423646024263

258F8A9E00000578-2948855-image-a-4_1423646100413 (1)

Tengdar greinar:

Dagurinn sem ég hætti að segja ,,drífðu þig“

Þegar gleðin breyttist í sorg

Að missa Walter, fósturlát á 19. viku – Við vörum við myndum

SHARE